Forseti hefur mikil völd

Forsetakosningar 2024 | 26. maí 2024

Forseti hefur mikil völd

„Hlutverk forsetans er að hafa áhrif til góðs. Og ég er svo sannfærður um að það sé hægt að nýta forsetaembættið til þess að hafa áhrif til góðs í tilteknum málum. Þess vegna hef ég lagt áherslu á að forgangsraða og hef nefnt málefni barna og ungmenna og vil ég að við stöndum þar fremst meðal þjóða eins og við gerum í jafnréttismálum, þó vissulega sé þar enn verk að vinna. Síðan vil ég tryggja mannréttindi og tækifæri fyrir alla í samfélaginu. Einnig vil ég að við nýtum okkar auðlindir, á láði eða legi, en gerum það þannig að við göngum ekki á þær,“ segir Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi.

Forseti hefur mikil völd

Forsetakosningar 2024 | 26. maí 2024

Baldur Þórhallsson telur forsetaembættið vera valdaembætti.
Baldur Þórhallsson telur forsetaembættið vera valdaembætti. mbl.is/Arnþór

„Hlutverk forsetans er að hafa áhrif til góðs. Og ég er svo sannfærður um að það sé hægt að nýta forsetaembættið til þess að hafa áhrif til góðs í tilteknum málum. Þess vegna hef ég lagt áherslu á að forgangsraða og hef nefnt málefni barna og ungmenna og vil ég að við stöndum þar fremst meðal þjóða eins og við gerum í jafnréttismálum, þó vissulega sé þar enn verk að vinna. Síðan vil ég tryggja mannréttindi og tækifæri fyrir alla í samfélaginu. Einnig vil ég að við nýtum okkar auðlindir, á láði eða legi, en gerum það þannig að við göngum ekki á þær,“ segir Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi.

„Hlutverk forsetans er að hafa áhrif til góðs. Og ég er svo sannfærður um að það sé hægt að nýta forsetaembættið til þess að hafa áhrif til góðs í tilteknum málum. Þess vegna hef ég lagt áherslu á að forgangsraða og hef nefnt málefni barna og ungmenna og vil ég að við stöndum þar fremst meðal þjóða eins og við gerum í jafnréttismálum, þó vissulega sé þar enn verk að vinna. Síðan vil ég tryggja mannréttindi og tækifæri fyrir alla í samfélaginu. Einnig vil ég að við nýtum okkar auðlindir, á láði eða legi, en gerum það þannig að við göngum ekki á þær,“ segir Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi.

Ég býð fram krafta mína

„Forseti á að leggjast á árarnar með stjórnvöldum til að tryggja hagsmuni Íslands erlendis og við eigum að nýta forsetaembættið til að opna dyr fyrir íslenskan almenning, íslensk fyrirtæki, frjáls félagasamtök og stjórnvöld. Forseti á að taka frumkvæði í alþjóðamálum en að sjálfsögðu innan ramma þeirra utanríkisstefnu sem hver ríkisstjórn markar á hverjum tíma,“ segir Baldur.

„Síðan er mjög mikilvægt að huga að valdsviði embættisins. Mér sárnar dálítið þegar verið er að tala um að forseti hafi ekki völd, því hann hefur mikil völd og þau geta skipt miklu máli. Alþingi ræður för í allri dagsdaglegri lagasetningu en eigi að síður hefur forsetinn þennan neyðarhemil sem er málskotsrétturinn ef Alþingi af einhverjum orsökum gengur ekki í takt við þjóðina. Ef ætti að takmarka tjáningarfrelsi, réttindi kvenna eða hinsegin fólks og ef Alþingi ætlaði að ganga í Evrópusambandið án þjóðaratkvæðisgreiðslu, myndi ég vísa þeim málum til þjóðarinnar. Síðan gegnir forseti mikilvægu hlutverki í að tryggja að það sé starfandi ríkisstjórn í landinu og það getur reynt á það ef verða erfiðar stjórnarkreppur. Þá nýtist mín þekking á íslenska stjórnkerfinu og alþjóðamálum lítilla þjóða og kemur vonandi að notum,“ segir hann og vill að forseti vinni nánar með öðrum ríkjum, sérstaklega Norðurlöndunum.

„Það er sótt að lýðræði og mannréttindum í heiminum og þá er annaðhvort að skríða upp í rúm og breiða yfir höfuð, eða stíga fram úr og spyrna á móti. Og ég er nú að spyrna á móti. Ég býð krafta mína fram til þess að standa vaktina.“

Ítarlegt viðtal er við Baldur í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

mbl.is