Páfi hvetur lækna til að leyfa sjúklingum að deyja

Jóhannes Páll páfi hefur hvatt lækna til að virða óskir þeirra sem þjást af ólæknandi sjúkdómum um að fá að deyja. Páfi sagði í ávarpi til lækna á ráðstefnu um magalækningar í gær að læknar mættu ekki einskorða sig við líkamann. Þeir yrðu einnig að taka tillit til þess hvað væri sálinni fyrir bestu. Þá sagði hann ósvífið að treysta eingöngu á læknisfræðilegar aðferðir. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

"Í þessu ljósi eru öfgakenndar aðgerðir, jafnvel þótt þær séu gerðar af góðum hug, ekki einungis tilgangslausar, þegar upp er staðið, heldur virðingarleysi við sjúklinga sem eru dauðvona,” sagði páfi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert