Jóhannes Páll páfi hefur hvatt lækna til að virða óskir þeirra sem þjást af ólæknandi sjúkdómum um að fá að deyja. Páfi sagði í ávarpi til lækna á ráðstefnu um magalækningar í gær að læknar mættu ekki einskorða sig við líkamann. Þeir yrðu einnig að taka tillit til þess hvað væri sálinni fyrir bestu. Þá sagði hann ósvífið að treysta eingöngu á læknisfræðilegar aðferðir. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.