Maður ákærður vegna hryðjuverkatilraunar í Bretlandi 21. júlí

Lögreglumenn aðstoða vegfaranda í Westminster brautarstöðinni í Lundúnum.
Lögreglumenn aðstoða vegfaranda í Westminster brautarstöðinni í Lundúnum. AP

Maður sem handtekinn var í tengslum við rannsókn á tilraun sem gerð var til hryðjuverka í Bretlandi 21. júlí hefur verið ákærður, að sögn lögreglu. Fréttavefur BBC greinir frá þessu. Maðurinn, sem heitir Ismael Abdurahman, er 23 ára, búsettur í London, og sá fyrsti sem ákærður er vegna málsins. Fjórtán aðrir eru enn í gæsluvarðhaldi.

Breska lögreglan, Scotland Yard, sagði í yfirlýsingu að Abdurahman hefði á tímabilinu frá 23.-27. júlí, búið yfir upplýsingum sem hann hafi vitað að væru mjög þýðingarmiklar og gætu skipt sköpum um hvort tækist að handtaka annan mann í Bretlandi, sem grunaður er um brot á lögum um hryðjuverk.

Abdurahman er ekki einn þeirra fjögurra, sem taldir eru hafa reynt að sprengja sprengjur í lestum og strætisvagni í London 21. júlí sl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert