Fjölkvæni að aukast í Noregi

Norska útlendingaeftirlitið hefur greint frá því að svo virðist sem fjölkvæni sé að aukast í landinu. Að sögn norska ríkisútvarpsins virðist sem giftir norskir karlar ferðist í auknum mæli til landa þar sem fjölkvæni er löglegt og kvænast þeir þar annarri konu.

„Þetta er nokkuð sem norsk stjórnvöld geta ekki komið í veg fyrir,“ sagði Karl Erik Sjøholt, forstjóri norska Útlendingaeftirlitsins.

Útlendingaeftirlitið hefur í hyggju að fara fram á að lög um hjónaband verði hert til að koma í veg fyrir tvíkvæni og fjölkvæni. Muni tillögur eftirlitsins meðal annars fela í sér að karlmenn verði að skilja að borði og sæng áður en þeir geta gengið í hjónaband á nýjan leik. Hefur Útlendingaeftirlitið farið þess á leið til norska félagsmálaráðuneytið að það taki tillits til tillagnanna við endurskoðun laga um hjónabandið sem nú stendur yfir.

Aftenposten

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert