Staðfest að vélar CIA hafa lent í Kanada í 74 skipti

Ein þeirra flugvéla sem nefndar hafa verið í tengslum við …
Ein þeirra flugvéla sem nefndar hafa verið í tengslum við fangaflug CIA hefur margoft haft viðkomu hér á landi mbl.is/Sverrir

Vélar Bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hafa lent í Kanada í 74 skipti frá hryðjuverkaárásinni á Bandaríkin 11. september 2001, samkvæmt opinberum gögnum sem AP fréttastofan hefur birt. Er talið að í einhverjum tilvikum sé um meint fangaflug að ræða. Nýjasta tilvikið, sem talað er um í skýrslunni, er flug 11 sæta Beech vélar um Keflavík þann 12. febrúar sl.

Minnisblað kanadískra stjórnvalda, sem AP fréttastofan hefur fengið aðgang að, var birt fyrir tilstuðlan upplýsingalaga þar í landi.

Í minnisblaði, sem dagsett er 28. nóvember sl., eru gefin fyrirmæli til opinberra aðila að segja fjölmiðlum að engar staðfestar vísbendingar væru um að þessar flugvélar væru notaðar til þess að flytja meinta hryðjuverkamenn til og frá Kanada, né væru vísbendingar um að eitthvað ólöglegt ætti sér stað. Talsmaður CIA í Washington neitaði að tjá sig um minnisblaðið þegar eftir því var leitað í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert