Litla hafmeyjan máluð bleik

Litla hafmeyjan er nú bleik.
Litla hafmeyjan er nú bleik. AP

Styttan af litlu hafmeyjunni í Kaupmannahöfn hefur verið máluð bleik frá toppi til táar, að því er lögregla greinir frá. Ekki er vitað hvort þetta skemmdarverk tengist á einhvern hátt óeirðunum sem staðið hafa í borginni undanfarnar nætur. Reynt hefur verið að hreinsa málninguna af styttunni með sápu og háþrýstisprautum.

Styttan af litlu hafmeyjunni var gerð af danska myndhöggvaranum Edvard Eriksen, og tileinkuð H.C. Andersen. Hún hefur setið á steini við höfnina síðan 1913, og á hverju ári kemur um ein milljón ferðamanna að skoða hana. Styttan hefur oft orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum, sem hafa afhöfðað hana og skvett á hana málningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka