Talið að breskri stúlku hafi verið rænt í Portúgal

Stúlkunnar, sem heitir Madeleine, hefur verið saknað síðan í gær
Stúlkunnar, sem heitir Madeleine, hefur verið saknað síðan í gær AP

Mikil leit stendur nú yfir að þriggja ára breskri stúlku sem hvarf úr sumarleyfisíbúð í þorpinu Praia Da Luz í Portúgal í gærkvöldi þar sem hún dvaldi ásamt foreldrum sínum, talið er víst að henni hafi verið rænt. Foreldrar stúlkunnar fóru á veitingastað nærri íbúðinni, en þegar þau fóru til að líta eftir henni klukkan tíu hafði svefnherbergisgluggi íbúðarinnar verið spenntur upp og var dóttirin horfin.

Lögregla, starfsfólk á svæðinu og ferðamenn eyddu mestum hluta síðustu nætur í að leita að stúlkunni með aðstoð hunda, en enn hefur ekkert til hennar spurst.

Foreldrarnir skildu börn sín, stúlkuna og tveggja ára tvíbura eftir sofandi í íbúðinni og fóru út að borða, en skiptust á að fara í íbúðina og líta eftir börnunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert