Ekki um annað fuglaflensutilvik að ræða á Balí

Tveggja ára gömul stúlka á Balí er ekki smituð af fuglaflensu en grunur var um að hún hefði smitast eftir að nágranni hennar lést úr H5N1 afbrigði fuglaflensu um síðustu helgi. Var það fyrsta H5N1 smitið sem greinist á indónesísku eyjunni en alls hafa 82 látist úr fuglaflensu í Indónesíu.

Dóttir konunnar sem lést úr fuglaflensu á Balí um síðustu helgi lést þann 3. ágúst en lík hennar var brennt áður en sýni var tekið úr henni. Stúlkan var fimm ára og hafði verið veik um tíma af flensu. Er nú talið að hún hafi jafnvel einnig látist úr fuglaflensu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert