Ahmadinejad segir samkynhneigð ekki þekkjast í Íran

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, er hann ávarpaði nemendur Columbia-háskóla í …
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, er hann ávarpaði nemendur Columbia-háskóla í dag AP

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, staðhæfði í dag að engir samkynhneigðir einstaklingar væru í Íran. „Við höfum ekki samkynhneigða einstaklinga í Íran eins og þið hafið hér í þessu landi, sagði hann er hann ávarpaði nemendur Columbia-háskólans í New York í dag. „Við höfum ekki þennan eiginleika í Íran. Ég veit ekki hver hefur sagt ykkur að við höfum það."

Þá vísaði hann til þess að dauðarefsingar væru framkvæmdar í Bandaríkjunum er hann var spurður um staðhæfingar mannréttindasamtakanna Amnesty International um að 200 manns hefðu verið teknir af lífi í Íran það sem af er þessu ári, þeirra á meðal fólk sem dæmt hafi verið fyrir samkynhneigð. „Þið hafið dauðarefsingar í Bandaríkjunum, er það ekki,” sagði hann. „Þið hafið þær líka. Já, við höfum dauðarefsingar í Íran."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert