Bjartsýnn á að Madeleine finnist fyrir jól

Foreldrar Madeleine, Kate og Gerry McCann.
Foreldrar Madeleine, Kate og Gerry McCann. AP

Spænski einkaspæjarinn Francisco Marco, sem leitar bresku stúlkunnar Madeleine McCann hefur ítrekað fyrri yfirlýsingar sínar um að hann telji sig vera nærri því að hafa uppi á stúlkunni. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Marco segist hafa sannanir fyrir því að stúlkan hafi verið á lífi degi eftir að foreldrar hennar tilkynntu að henni hefði verið rænt úr sumarleyfisíbúð þeirra í Portúgal í maí. Þá segist hann hafa sterkar vísbendingar um að hún sé í haldi barnaníðings

„Við höfum sterkar vísbendingar um það með hverjum hún er en ég get ekki greint frá því þar sem við erum að safna gögnum tl að afhenda lögreglu þannig að hún geti handtekið viðkomandi,” segir hann. “Með Guðs hjálp mun hún verða komin heim fyrir jól.”Marco viðurkennir þó að hann hafi engar sannanir fyrir því að stúlkan sé enn á lífi og að hann viti ekki hvort hún  sé enn í Portúgal. Hann verði hins vegar að vinna út frá þeirri sannfæringu sinni að hún sé á lífi enda kunni hann einungis að leita að lifandi fólki.Clarence Mitchell, talsmaður foreldra Madeleine, segir að þau fagni bjartsýni Marco og séu ánægð með þjónustu hans. Fyrir nokkru lýsti Mitchell því yfir að hann teldi Marco hafa verið helst til bjartsýnan í yfirlýsingum sínum um að hann myndi finna Madeleine innan skamms.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert