Karlaathvörf yfirfull í Danmörku

Mikil aðsókn hefur verið á athvörf fyrir karla í vanda í Danmörku að undanförnu og er nú svo komið að öll slík heimili eru yfirfull.

„Við höfum verið fullbókuð í fjóra mánuði og höfum þurft að vísa fólki frá, segir Carsten Nicolaysen, forvarsmaður karlaathvarfsins í Fredericia. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Þá segir hann að mikill munur sé á þjónustu við karla og konur, í vanda, enda séu fjárframlög til kvennaathvarfa tryggð í lögum um skyldur sveitafélaga. Ekki sé hins vegar tryggð fjármögnun til þjónustu við karla í sálarkreppu.

Thorkild Vestergaard-Hansen, forstjóri karlamiðstöðvarinnar í Kaupmannahöfn, segir ástandið algerlega óviðunandi og misræmi í þjónustu við karla og konur óásættanlegt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert