Clinton vann kappræðurnar

Að mati sérfræðinga hafði Hillary Clinton betur í kappræðum hennar …
Að mati sérfræðinga hafði Hillary Clinton betur í kappræðum hennar og mótframbjóðanda hennar, Barack Obama, í Philadelphiu í gær. Reuters

Forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins, Hillary Clinton og Barack Obama, mættust í kappræðum í gær í Philadelphiu. Að mati sérfræðinga hafði Clinton betur í þeim kappræðum. Þetta kemur fram á fréttavef Fox News. 

Clinton spurði Obama margra erfiðra spurninga og henni tókst vel upp að mati Doug Schoen, herstjórnarfræðingi demókrata. “Hillary spurði Obama um tengsl hans við ýmsa aðila og það var löngu orðið tímabært,” sagði hann.

Almennt fannst flestum sérfræðingum Clinton hafa betur í kappræðunum og fyrstu niðurstöður frá almenningi virðast vera á svipaða leið. Kosið verður í Pensylvaníu 22. apríl nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert