Rússar viðurkenna sjálfstæði Suður-Ossetíu og Abkhaziu

Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, tilkynnti í dag að rússnesk yfirvöld hafi formlega viðurkennt sjálfstæði héraðanna Suður-Ossetíu og Abkhaziu í Georgíu.

„Ég hef undirritað úrskurð um viðurkenningu á sjálfstæði héraðanna Suður-Ossetíu og Abkhaziu," sagði Medvedev í ræðu sem var send út í sjónvarpi í Rússlandi í dag.

Í gær greiddu báðar deildir rússneska þingsins atkvæði með því að viðurkenna sjálfstæði héraðanna og skoruðu á Medvedev að gera hið sama.  Sérfræðingar segja að þessi ákvörðun muni auka spennu í samskiptum á milli Rússa og vesturlanda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert