Obama: Þetta er ykkar sigur

Barack Obama, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, sagði við stuðningsmenn sína í morgun að breytingar hafi knúið dyra í Bandaríkjunum. Þetta sé þeirra sigur. Talið er að 240 þúsund manns hafi komið saman á götum úti í Chicago, heimaborg Obama, til að fagna sigri demókratans yfir McCain.

„Vegurinn framundan er langur og við förum hann í skrefum. Við komust kannski ekki þangað á einu ári eða jafnvel á einu kjörtímabili. En Bandaríkin ég hef aldrei verið jafn bjartsýnn og ég er í kvöld um að við komumst þangað. Ég heiti ykkur að við munum komast þangað," sagði Obama þegar ljóst var að hann hefði sigrað forsetakosningarnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert