Röð loftárása á Gaza

Ísraelski herinn hefur gert stórfellda loftárás á umráðasvæði Hamas-liða á Gaza-svæðinu. Að sögn Hamas samtakanna hafa í það minnsta 155 Palestínumenn þegar látið lífið og yfir 100 særst. Flugvélar gerðu samtímis árás á í það minnsta 30 staði í Gaza.

Talsmaður ísraelska hersins segir aðgerðirnar rétt að hefjast. „Þetta er aðeins byrjunin á aðgerðum sem settar voru í gang eftir fund öryggisráðsisn. Hún gæti tekið einhvern tíma. Við höfum ekki fastan tímaramma og munum grípa til aðgerða eftir því sem tilefni gefast.“Leiðtogar Hamas hafa hvatt hermenn sína til að svara árásunum.

Sjónvarpsupptökur sýna mikinn reyk yfir Gaza-borg og sært fólk liggjandi á götunum. Mikil ringulreið ríkir í borginni að sögn sjónarvotta. Ísraelski herinn hefur staðfest loftárásirnar en engin merki eru um að árásunum verði fylgt eftir á jörðu niðri. Árásirnar eru án allra fyrirvara og koma því íbúum í opna skjöldu.

Leiðtogar Ísraels höfðu áður hótað því að gera stórfellda árás á svæðið í því skyni að binda endi á eldflaugaskotárásir palestínskra vígahópa eftir að sex mánaða vopnahlé Hamas og Ísraela lauk þann 19. september.

Margar helstu bækistöðvar Hamas-liða eru í íbúðahverfum og voru loftárásirnar gerðar þegar börn voru að ljúka skóladeginum.

Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas og leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar sem hefur átt í erjum við Hamas-hreyfinguna, sagðist í yfirlýsingu fordæma árásirnar og krafðist þess að þeim yrði hætt.

Á annað hundrað hafa látist og mikill fjöldi særst á …
Á annað hundrað hafa látist og mikill fjöldi særst á loftárásum Ísraela. SUHAIB SALEM
Mikil ringulreið ríkir á Gaza.
Mikil ringulreið ríkir á Gaza. SUHAIB SALEM
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert