Fór yfir þekkt óveðurssvæði

Airbus A330 flugvél flugfélagsins Air France, sem hvarf yfir Atlantshafi snemma í morgun, fór yfir þekkt óveðurssvæði nálægt miðbaug þar sem vindar frá norður- og suðurhveli jarðar mætast. 

AFP fréttastofan hefur eftir  Jean-Marie Carriere, veðurfræðingi hjá Meteo -France, að flugvélin hafi verið á lágþrýstisvæði, sem liggur meðfram miðbaug en breytist eftir árstíðum. Þar mætast misheitir loftstraumar og fara þá oft upp og valda ofsafengnum þrumuveðrum. 

Carriere segir hins vegar, að flugvélar vel búnar til að fara yfir þetta svæði og ratsjárkerfi þeirra geri flugmönnum kleift að forðast mestu ókyrrðina, annað hvort með því að finna glufur í veðrakerfinu eða með því að fljúga yfir það. 

Flugvélin lenti í ókyrrð um klukkan 2 í nótt um fjórum stundum eftir að hún fór frá Rio de Janiero. 14 mínútum síðar sendi vélin frá sér sjálfvirk boð um bilun í rafkerfi.

Air France segir líklegt að flugvélin hafi orðið fyrir eldingu.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert