Elsta mannabein sem fundist hefur neðansjávar

Höfuðbeinið sem fannst er talið vera úr ungum karlmanni.
Höfuðbeinið sem fannst er talið vera úr ungum karlmanni.

Þýskur togari á kræklingaveiðum úti fyrir strönd Hollands sneri aftur til lands með mannabein um borð sem þýskir vísindamenn segja að sé um 40.000 ára gamalt.

Fornleifafræðingar frá háskólanum í Leipzig í austurhluta Þýskalands hafa staðfest að beinið, sem er höfuðbein, sé „að minnsta kosti 40.000 ára gamalt og þar með elsta bein sem nokkru sinni hefur fundist neðansjávar,“ að því er fram kemur í heftir ágústmánaðar af Geo Magazine.

Í sama túr fundu sjómennirnir einnig „verkfærakassa“ hellisbúans, sem samanstendur af handöxi og tinnusteinum.  Þrátt fyrir að beinið hafi fundist á sjávarbotni bjó maðurinn samt sem áður á landi og nærðist fyrst og fremst á kjöti að sögn vísindamannanna. Á þeim tíma sem hann var uppi var Bretland hinsvegar samtengt meginlandinu við Holland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert