Frelsisflokkurinn eykur fylgi sitt

Geert Wilders.
Geert Wilders. Reuters

Hollenski Frelsisflokkurinn, undir stjórn Geert Wilders, jók fylgi sitt í sveitarstjórnarkosningum, sem fóru fram í landinu í gær. Flokkurinn er nú sá stærsti í fylkinu Almere austur af Amsterdam og í Haag er flokkurinn nú sá næststærsti.

Wilders stofnaði flokkinn árið 2006 til að „stöðva íslamsvæðingu í Hollandi" eins og hann komst að orði. Flokkurinn bauð í fyrstu aðeins fram í Almere og Haag í sveitarstjórnarkosningum. 

Endanleg úrslit hafa ekki verið birt úr kosningunum í gær en samkvæmt bráðabirgðatölum fékk Frelsisflokkurinn 21,6% í Almere en Verkamannaflokkurinn fékk 17,6%. 

Þingkosningar verða haldnar í júní en ríkisstjórn landsins féll í lok febrúar vegna ósamkomulags um hvort áfram eigi að vera hollenskir hermenn í Afganistan.  Stjórnarflokkarnir, Kristilegir demókratar og Verkamannaflokkurinn, hafa báðir tapað miklu fylgi að undanförnu samkvæmt skoðanakönnunum en Frelsisflokkurinn hefur bætt við sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar - Leigusamningar T...
Bílskúr til leigu á Hjarðarhaga, 105 Reykjavík
Til leigu 24,5 fermetra upphitaður bílskúr. Leigist sem geymsla,,ekki fyrir viðg...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Í boði á bokmenntir.netserv.is
Anna í Grænuhlíð I-III. Íslenskar ljósmæður I-II. Forn frægðarsetur I-IV. Fles...