Björgun drengs sögð kraftaverk

Jerzy Buzek, forseti Evrópuþingsins, sagði í dag að það væri sannarlega kraftaverk að 8 ára gamall hollenskur drengur skyldi lifa af flugslys í Líbýu í morgun. 104 voru í flugvélinni og fórust allir nema drengurinn. Hann fótbrotnaði á báðum fótum og slasaðist í andliti en er ekki í lífshættu.

Hollenska sjónvarpsstöðin NOS sýndi nú síðdegis myndir af drengnum þar sem hann liggur á sjúkrahúsi. Hann gekkst undir aðgerð í dag vegna áverkanna. 

Hollenska blaðið Telegraaf sagði, að drengurinn hefði verið á ferð með foreldrum sínum og 11 ára gömlum bróður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert