Netanyahu: Höfðu lífið að verja

Skipið Mavi Marmara, sem ísraelskir sérsveitarmenn réðust á í nótt.
Skipið Mavi Marmara, sem ísraelskir sérsveitarmenn réðust á í nótt. Reuters

Benjamin Netanyahu segir, að sérsveitarmenn ísraelska sjóhersins hafi haft líf sitt að verja þegar þeir gripu til skotvopna gegn farþegum um borð í skipi á Miðjarðarhafi í nótt. Netanyahu harmaði jafnframt það manntjón, sem varð í árásinni á skipið.

„Hermenn okkar urðu að verja sig þar sem þeir voru í lífshættu," sagði Netanyahu eftir fund með Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, í Ottawa í dag. 

Netanyahu er í opinberri heimsókn í Kanada og ætlaði að fara til Washington í morgun á fund Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, en hefur nú aflýst þeim fundi og er á heimleið.

Obama og Netanyahu ræddu saman í síma í dag. Sagði Obama, að mikilvægt væri að allar staðreyndir málsins yrðu leiddar í ljós eins fljótt og unnt er.

Obama sagðist í samtalinu skilja ákvörðun ísraelska forsætisráðherrans að flýta för sinni heim og þeir myndu eiga fund síðar.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...