Metkulda spáð í Stokkhólmi

Ísi þakið reiðhjól í Stokkhólmi.
Ísi þakið reiðhjól í Stokkhólmi.

Spáð er allt að 20 stiga frosti í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, síðar í vikunni. Svo mikið frost hefur ekki mælst í borginni í heila öld, að sögn veðurfræðinga. Einnig er spáð snjókomu.

Að sögn fréttavefjar Dagens Nyheter mældist 18 gráðu frost í Stokkhólmi í lok nóvember árið 1884 og 17 gráður í nóvember 1904. 

Enn kaldara verður þó annarstaðar í Svíþjóð, ef spár ganga eftir. Spáð er 25-30 gráðu frosti í Dölunum, Jämtland og Härjedalen.

Gert er ráð fyrir að þessu kuldakasti linni í næstu viku. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert