Dularfullur fugladauði í Svíþjóð

Dauðir svartþrestir féllu þúsundum saman til jarðar í Arkansas um …
Dauðir svartþrestir féllu þúsundum saman til jarðar í Arkansas um áramótin. Reuters

Dauðir fuglar hafa nú fallið af himnum ofan í Svíþjóð. Sem kunnugt er urðu menn vitni að slíku fyrirbæri í Bandaríkjunum um og eftir áramótin. Laust fyrir miðnætti í gær fannst fjöldi dauðra dvergkráka á götu í bænum Falköping í Svíþjóð.

Talsmaður lögreglunnar sagði ekki vitað hvað olli dauða fuglanna í Falköping. Gatan þar sem dauðu dvergkrákurnar lágu var afgirt svo dýralæknar gætu rannsakað fuglana. Um er að ræða 50-100 dauða fugla, að sögn sænskrar útvarpsstöðvar.

Dauðir fuglar hafa einnig fallið af himnum ofan í Arkansas og Louisiana í Bandaríkjunum. Nú síðast fundust um 500 dauðir fuglar í Pointe Coupee í Louisiana. Yfirvöld í Arkansas rannsaka hvers vegna um 5.000 dauðir rauðaxlastarlar féllu til jarðar í bænum Beebe, einnig fundust allt að 100.000 dauðir fiskar í Arkansasfljóti um 160 km frá Beebe. Ekki er talið víst að tengsl séu á milli dauða fuglanna og fiskanna.

Dvergkrákur drápust með óútskýrðum hætti í bænum Falköping í Svíþjóð …
Dvergkrákur drápust með óútskýrðum hætti í bænum Falköping í Svíþjóð í gærkvöldi.
mbl.is

Bloggað um fréttina