Seðlabankastjóri ESB kærður

Jean-Claude Trichet, fráfarandi seðlabankastjóri Evrópska seðlabankans.
Jean-Claude Trichet, fráfarandi seðlabankastjóri Evrópska seðlabankans. Reuters

Þýskur viðskiptalögfræðingur, Markus C. Kerber að nafni, hefur höfðað mál gegn fráfarandi seðlabankastjóra Evrópska seðlabankans, Jean-Claude Trichet, fyrir Evrópudómstólnum í Lúxemborg.

Málið er höfðað til þess að fá úr því skorið hvort bankanum hafi verið heimilt samkvæmt sáttmálum Evrópusambandsins að kaupa upp mikið magn skuldabréfa evruríkja sem glímt hafa við alvarlegan efnahagsvanda.

Frá þessu er greint á fréttavefnum Euobserver.com í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert