Lík Gaddafis í grænmetisgeymslu

Líbíumenn bíða í röð eftir að sja lík Gaddafis.
Líbíumenn bíða í röð eftir að sja lík Gaddafis. Reuters

Samkvæmt krufningarskýrslu lést Múammar Gaddafi, fyrrum leiðtogi Líbíu, af völdum byssuskots. Læknirinn, sem krufði Gaddafi, segist ekki geta staðfest að svo komnu máli  fullyrðingu Mahmud Jibril  innanríkisráðherra Líbíu um að Gaddafi hafi látist í skothríð á milli stríðandi fylkinga.

Reiði og vandlæting hefur gripið um sig víða um heim vegna meðferðarinnar á harðstjóranum sáluga, en hann var tekinn höndum. Margar gagnrýnisraddir staðhæfa að hann hafi hreinlega verið tekinn af lífi á staðnum, án dóms og laga.

Læknrinn sem krufði lík Gaddafis, Othman el-Zentani, krufði líka jarðneskar leifar Abubakr Yunes Jaber, varnarmálaráðherra Gaddafis og lík Muatassim, sonar Gaddafis. Líkin þrjú hafa verið geymd í frystigeymslu sem er í eigu grænmetismarkaðar í borginni Misrata. Þangað liggur stöðugur straumur fólks til að berja líkin augum og að taka myndir af þeim.

Zentani segir alla þrjá hafa látist af völdum byssuskots. „Sár þeirra sýna okkur hversu mörgum byssukúlum var skotið í þá og það liggur fyrir hvernig dauða þeirra bar að,“ sagði hann við AFP-fréttastofuna en sagðist að öðru leyti þurfa að „bíða eftir að fá grænt ljós“ frá yfirmanni sínum, Abdelaziz al-Ahsadi ríkissaksóknara til að geta gefið frekari upplýsingar. Það yrði væntanlega á næstu dögum og að ekkert yrði þá dregið undan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert