Merkel virðir ákvörðun Papandreous

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á fundi G20 ríkjanna í Cannes.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á fundi G20 ríkjanna í Cannes. Reuters

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur rætt við George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, um ákvörðun sína að segja af sér sem ráðherra. Merkel segir að ákvörðun Papandreous sé virðingarverð.

Þetta sagði talsmaður Steffen Seibert, talsmaður Merkel, á blaðamannafundi í dag. 

Hann bætti við að Merkel hefði þakkað forsætisráðherranum fyrir gott samstarf.

mbl.is