Konur blekktar til vændis

AP

Yfirvöld í Úganda eru nú að íhuga viðbrögð sín við skýrslu þar sem fram kemur að um 600 úgandskar stúlkur séu í haldi malasísks vændishrings. Stúlkurnar voru blekktar með auglýsingum um vel launuð störf í Malasíu t.d. við umönnun barna eða á veitingahúsum. Auglýsingarnar sem voru hengdar upp í verslunarmiðstöðum í Úganda voru gildra.

Ræðismaður Úganda í Malasíu segir að um 10 einstaklingar frá Úganda séu fluttir nauðugir til Malasíu á hverjum degi. Nokkrir þeirra hafa verið drepnir.

Mansal er útbreitt vandamál í Úganda og hafa alþjóðastofnanir ítrekað lýst því yfir að yfirvöld landsins verði að taka á vandanum.

mbl.is