Páfi þvoði fætur 12 presta

Benedikt páfi XIV. þvoði fætur 12 presta við messu á skírdag. Með þessu minntist hann þess að Jesú þvoði fætur postulanna 12 kvöldið áður en hann var krossfestur.

Með því að þvo fætur postulanna sýndi Jesú auðmýkt gagnvart postulunum sem síðar stofnuðu kirkju á grundvelli boðskapar Krists.

Páfi verður 85 ára síðar í þessu mánuði. Hann er nýkominn úr ferð til Mexíkó og Kúbu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert