Umsátur við Tottenham Court Road

Frá Tottenham Court Road í dag
Frá Tottenham Court Road í dag AFP

Liðsmenn sprengjusveitar bresku lögreglunnar eru á leið að Tottenham Court Road í miðborg Lundúna þar sem fjórar manneskjur hafa verið teknar í gíslingu, samkvæmt frétt Sky sjónvarpsstöðvarinnar.

Samkvæmt frétt Sky er hefur maður tekið fjóra í gíslingu þar sem honum var synjað um meirapróf. Segist maðurinn ekki hafa neitt til að lifa fyrir og segist vera með gashylki á sér. Lögregla var kölluð á staðinn eftir að hann hóf að kasta tölvum og húsgögnum í byggingunni.

Segir Sky að hundruð manna hafi verið gert að yfirgefa nærliggjandi byggingar og fylgist vopnuð lögregla með því að enginn fari nálægt byggingunni þar sem maðurinn er með gísla sína. 

Reuters
Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert