Ætlaði að sýna fram á öryggi byssu

Skammbyssur
Skammbyssur Wikipedia/Joshuashearn

Átján ára bandarískur piltur lést þegar hann þrýsti hlaupi skammbyssu upp að gagnauganu á sér og hleypti af. Um var að ræða voðaskot því pilturinn ætlaði að sýna fjölskyldu og vinum að ekkert væri að óttast þegar kæmi að skammbyssum og öryggi þeirra hafið yfir allan vafa.

Pilturinn, Alexander Xavier Shaw, lést síðastliðinn miðvikudag í bakgarði heimilis síns í  St. Petersburg, 250 þúsund manna borg í Flórídaríki. Í bakgarðinum sat frændi Shaws, amma hans og afi og nokkrir vinir þegar hann dró upp skammbyssu sína, hlaupvídd .38, og sýndi þeim. 

Fólkið varð svo allt vitni að því þegar Shaw hugðist sýna því hversu örugg byssan væri. Hann lést samstundis. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert