Fær Íhaldsflokkurinn meirihluta?

Íhaldsflokkurinn fær meirihluta á breska þinginu gangi nýjustu spár eftir. Búið er að telja stóran hluta atkvæða og spá BBC sem gefin var út eftir að ljóst er hvernig 606 þingsæti af 650 skiptast bendir til þess að Íhaldsflokkurinn fái 329 þingsæti af 650.

Af þeim 606 þingsætum sem búið er að telja fær Íhaldsflokkurinn 299 og bætir við sig 20. Verkamannaflokkurinn er með 220 sæti og tapar 25. Skoski þjóðarflokkurinn vinnur stórsigur, fær 56 þingsæti af 59 í Skotlandi og bætir við sig 50 þingsætum. Frjálslyndir demókratar eru með 8 þingmenn og tapa 46, sambandssinnar á N-Írlandi eru með 8 sæti sem er óbreytt staða og aðrir flokkar eru með 15 þingmenn sem er aukningu um tvo.

Spá BBC er eftirfarandi: Íhaldsflokkurinn 329 þingmenn, Verkamannaflokkurinn 233, Frjálslyndir demókratar 8, Plaid Cymru (flokkur Wales) 3, UKIP (Breski sjálfstæðisflokkurinn) 2, Græningjar 1 og aðrir flokkar 19 þingsæti.

Cameron mun ganga á fund Elísabetar Englandsdrottningar klukkan 11:30 og fær þar væntanlega umboð hennar til þess að mynda nýja ríkisstjórn. Væntanlega verður Íhaldsflokkurinn einn við völd í Bretlandi næstu fimm árin ef marka má stöðu mála núna.

Samantha og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, voru …
Samantha og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, voru glöð í bragði þegar þau komu í höfuðstöðvar Íhaldsflokksins í morgun. AFP
Breska þingið
Breska þingið AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert