Aðgerð á „trémanninum“ gekk vel

Abul Baj­and­ar, einnig þekkt­ur sem trémaður­inn vegna vartna sem minna helst á ræt­ur trés sem hylja hend­ur hans og fæt­ur, hefur nú gengist undir aðgerð til að láta fjarlægja hluta þeirra. mbl.is varar við myndskeiðinu sem fylgir fréttinni.

Aðgerðin gekk vel og dvelur Bajandar nú á sjúkrahúsi til að jafna sig eftir hana. 

Vörturnar byrjuðu að mynd­ast fyr­ir 10 árum. Þær eru afar þung­ar og vega um fimm kíló.

Frétt mbl.is: Vörturnar vega um fimm kíló

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert