Karadzic áfrýjar þjóðarmorðsdómi

Radovan Karadzic var áhrifamesti leiðtogi Bosníu-Serba.
Radovan Karadzic var áhrifamesti leiðtogi Bosníu-Serba. AFP

Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, hefur áfrýjað 40 ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir þjóðarmorð í Srebrenica. Hann hefur sakað dómara við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna vegna Júgóslavíu um að hafa staðið fyrir pólitískum réttarhöldum.

Að sögn Peter Robinson, lögmanns Karadzic, voru réttarhöldin „hönnuð“ til að festa í sessi neikvæða ímynd fólks af honum og Bosníu-Serbum almennt.

Karadzic, 71 árs, hlaut dóm í mars sl. vegna þjóðarmorðsins í Srebrenica og níu annarra ákæruliða vegna stríðsins í Bosníu 1992-1995. Fleiri en 100.000 létu lífið og 2,2 milljónir manna misstu heimili sín í átökunum sem fylgdu á hæla þess að Júgóslavía liðaðist í sundur.

Dómarar í málinu gegn Karadzic komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði borið ábyrgð á morðum og ofsóknum í átökunum.

Frétt mbl.is: Sekur um þjóðarmorð í Srebrenica

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert