Nafngreina leiðtoga hópsins

Sorg ríkir í Barcelona.
Sorg ríkir í Barcelona. AFP

Lögreglan í Katalóníu hefur ráðist inn á heimili imams í bænum Ripoll, en talið er að hann hafi verið leiðtogi tólf manna hópsins sem framdi hryðjuverkin í Barcelona í fyrradag. Telegraph greinir frá.

Ráðist var inn á heimili imamsins, sem hefur verið nafngreindur sem Abdelbaki Es Satty, í nótt en þar safnaði lögregla meðal annars DNA-sýnum úr Satty. Gætu sýnin tengt hann beint við byggingu í bænum Alcanar, þar sem talið er að árásin hafi verið skipulögð.

Sprenging varð í byggingunni á miðvikudag þar sem einn lést. Talið er hugsanlegt að það hafi verið Satty, en lögregla telur að árásarmennirnir hafi verið að útbúa sprengjur í húsinu þegar sprengingin varð. 

Í spænskum miðlum er haft eftir heimildarmönnum að Satty hafi verið andlegur leiðtogi árásarmannanna. Er hann sagður hafa hvatt þá áfram og hjálpað þeim að skipuleggja árásina. 

Byggingin í Alcanar þar sem sprengingin varð.
Byggingin í Alcanar þar sem sprengingin varð. AFP

Lög­regl­an tel­ur að í hóp­ur­inn sem stóð fyr­ir hryðju­verk­un­um hafi talið tólf manns. Fimm hafa verið skotn­ir til bana, fjór­ir eru í haldi lög­regl­unn­ar en þriggja er enn leitað. 

Spænska lögreglan birti í gær nöfn þriggja karlmanna frá Marokkó og eins spænsks ríkisborgara sem grunaðir eru um hryðjuverkin. Þrír mann­anna voru skotn­ir til bana af spænsk­um ör­ygg­is­sveit­um í bæn­um Cambrils. Hétu þeir Moussa Ouka­b­ir sem var 17 ára, Said Aallaa sem var 18 ára og Mohamed Hychami sem var 24 ára. Fjórði maðurinn var nafngreindur sem 22 ára gamli You­nes Abouya­aqoub.

Frá heimili Abdelbaki Es Satty.
Frá heimili Abdelbaki Es Satty. AFP

Leit­in bein­ist nú að Abouya­aqoub. Í fyrstu var talið að hinn sautján ára gamli Moussa Ouka­b­ir hefði ekið bíln­um. Lög­reglu­stjór­inn Josep Tra­pero sagði seint í gær­kvöldi að nú væri kenn­ing­in sú að Abouya­aqoub hefði ekið bíln­um, ekki Ouka­b­ir.

Ouka­b­ir er grunaður um að hafa notað skil­ríki bróður síns til að leigja sendi­bíl­inn sem síðar var ekið á mann­fjöld­ann. Hann leigði einnig ann­an bíl sem fannst nokkr­um klukku­stund­um síðar í bæn­um Vic, norður af Barcelona. Sá er tal­inn hafa átt að þjóna hlut­verki flótta­bíls.

Lög­regl­an tel­ur að hryðju­verka­menn­irn­ir hafi ætlað sér að fremja fleiri árás­ir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Kommóða
Til sölu 3ja skúffu kommoða,ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000..S...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...