Grunur um eiturefnaárás í London

Lögreglan í London var kölluð á vettvang.
Lögreglan í London var kölluð á vettvang. Ljósmynd/Twitter

Fregnir herma að sex séu sagðir slasaðir í Stratford í austurhluta London eftir að eitruðu efni var úðað á þá. Lögregla var kölluð út að Westfield-verslunarmiðstöðinni rétt fyrir klukkan átta í kvöld vegna þessa og hefur einn verið handtekinn, grunaður um að veita fólkinu alvarlega áverka.

Að sögn lögreglunnar í London bárust tilkynningar um að hópur karlmanna hafi úðað eiturefnalausninni á fólkið. Sjúkraflutningamenn og aðrir viðbragðsaðilar hafa jafnframt verið kallaðir á vettvang. BBC greinir frá. 

Atburðurinn er ekki talin tengjast hryðjuverkum en að sögn talskonu lögreglunnar hefur verslunarmiðstöðin verið lokuð af. 

Uppfært kl. 21:59

Samkvæmt nýjustu fréttum var hlúið að fimm einstaklingum á vettvangi, en ekki sex eins og talið var í fyrstu. Þrír þeirra voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahús.

Sjónarvottur segir að rifrildi hafi brotist út á meðal hóps fólks á staðnum. Hinn 28 ára gamli Hossen, aðstoðarveitingastjóri á hamborgarastaðnum Burger King, segir eitt fórnarlambanna hafa komið hlaupandi inn á staðinn til að þrífa „sýru“ úr andliti sínu.

„Það voru skurðir í kringum augun hans og hann var að reyna að skola þau með vatni,“ hefur BBC eftir Hossen.

mbl.is
CANON EOS NÁMSKEIÐ 26. FEB. - 1. MARS
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 26. FEB. - 1. MARS ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRI...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
Bátavél og dýptamælir til sölu
Til sölu bátavél SABB Mitsubishi M4 69 hp með skiptiskrúfu og dýptarmælir JRV F...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...