Manafort ákærður fyrir svik

Paul Manafort var kosningastjóri Donalds Trump.
Paul Manafort var kosningastjóri Donalds Trump. AFP

Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump, hefur verið ákærður fyrir að leggja á ráðin um svik við Bandaríkin. Ákæran er í tólf liðum og eru Manafort og Rick Gates, viðskiptafélagi hans, m.a. sakaðir um að hafa skipulagt peningaþvætti. Ákærurnar eru þær fyrstu sem gefnar eru út í kjölfar rannsókna á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum.

Manafort og Gates gáfu sig fram við Alríkislögregluna í dag.

Ákærurnar byggjast m.a. á samskiptum mannanna við fylgismenn Rússa í Úkraínu á árunum 2006-2015. Við rannsókn málsins voru meðal annars teknar skýrslur af núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Hvíta hússins.

Manafort hefur oft unnið að kosningabaráttu frambjóðanda repúblikana í forsetakosningum. Hann sagði sig frá kosningateymi Trumps í ágúst eftir að hafa verið ásakaður um óviðeigandi samskipti við fylgismenn Rússa í Úkraínu. 

Frétt BBC

Frétt CNN

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert