„Farðu, rúta!“

Ó nei! Rútan ók beint fyrir myndavélina.
Ó nei! Rútan ók beint fyrir myndavélina.

Kvikmyndatökumaður hafði komið sér fyrir á hinum fullkomna stað til að fylgjast með því þegar jafna átti leikvang í Atlanta við jörðu. Upptaka mannsins var sýnd í beinni útsendingu. Hann beið í 40 mínútur eftir augnablikinu en um leið og fyrsta sprengjan sprakk birtist óvelkominn gestur beint fyrir framan myndavélina.

Á upptöku mannsins má sjá hvar stór rúta ekur hægt og rólega fyrir myndavélina á þessu mikilvæga augnabliki. „Færðu þig, rúta!“ hrópar maðurinn. „Farðu, rúta!“ heldur hann áfram en allt kemur fyrir ekki. Rútubílstjórinn stöðvar rútuna, væntanlega til að fylgjast sjálfur með. „Þú, þú...“ heyrist myndatökumaðurinn segja í vonleysi sínu. Um leið og byggingin hrundi til jarðar mjakaðist rútan loks frá. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Nudd fyrir vellíðan og slökun
LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG MEÐ AFSLAPPANDI NUDDI. HEIT OLIA OG STEINAR. Allir með ...
Súper sól
Súper sól...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Legupressur 50 Tonna
Everet UK Legupressur 50 T Loft/glussadrrifnar og einnig hægt að handtjakka. Gæ...