Kim hugleiddi á heilögu fjalli

Kim Jong-Un var hinn kátasti er hann dvaldi á fjallinu.
Kim Jong-Un var hinn kátasti er hann dvaldi á fjallinu. AFP

Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fagnaði nýjasta eldflaugaskoti sínu með því að fara upp á heilagt fjall þar sem faðir hans er sagður hafa fæðst. 

Á Peaktu-fjalli fór Kim í gönguferð. Þetta óvirka eldfjall er hæsti tindur Norður-Kóreu.

Þetta á hann að hafa gert eftir að hafa heimilað eldflaugaskot fyrir nokkrum dögum. Þar var á ferðinni ný tegund eldflauga sem sagðar eru getað náð alla leið til Bandaríkjanna. Flaugin hafnaði í Japanshafi í þessi tilraun.

Ríkissjónvarpið KRT hefur birt myndir af einræðisherranum í gönguferðinni um hlíðar fjallsins huldar snjó. Sagt er að Kim hafi notað tímann á fjallinu til að hugsa um „hið sögulega augnablik“ sem átt hafði sér stað.

Fjallið er álitið heilagt því þar á Kim Jong-il, faðir núverandi einræðisherra, að hafa fæðst. Sá lést árið 2011.

Frétt Sky um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert