Nasistaáróður krotaður á framhlið mosku

Nasistaáróðri var úðað á framhlið moskunnar.
Nasistaáróðri var úðað á framhlið moskunnar. Facebook-síða Södermalm-moskunnar

Nasistaáróður var krotaður á mosku í miðborg Stokkhólms í nótt og er ekki vitað hverjir skemmdarvargarnir eru, að sögn leiðtoga moskunnar (imam), Mahmoud Khalfi.

Hann segir mikinn kostnað fylgja skemmdarverkum sem þessum en öll framhlið Södermalm-moskunnar er þakin veggjakroti.

Að sögn Khalfi voru unnar skemmdir á moskunni í 22 skipti í fyrra. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem nasistaáróður er krotaður á hana. 

Khalfi segir í samtali við sænska ríkisútvarpið að stjórnendur moskunnar hafi ítrekað óskað eftir því við yfirvöld að fá heimild til þess að setja upp öryggismyndavélar en alltaf fengið synjun af persónuverndarástæðum.   

Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi nýnasista í Svíþjóð á undanförnum árum, einkum í Stokkhólmi og Gautaborg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert