Risavaxinn gosmökkur stígur til himins

Gríðarlegan gosmökk leggur frá eldfjallinu Sinabung.
Gríðarlegan gosmökk leggur frá eldfjallinu Sinabung. AFP

Um fimm kílómetra hár gosmökkur stendur upp frá eldfjalli í Indónesíu í dag. Mikið öskufall er í nágrenni fjallsins og er verið að dreifa grímum til íbúa í nágrenni þess.

Eldfjallið Sinabung er á eyjunni Súmötru. Þar hófust gos árið 2010 og árið 2016 gaus það með látum og hlaust mannskaði af. Enn á ný er fjallið tekið að rumska og síðustu daga hefur virknin verið töluverð. 

„Þetta er stærsta gosið í Sinabung í ár,“ segir Kasbani, yfirmaður eldfjallamiðstöðvar í Indónesíu. Líkt og fleiri landar hans ber hann aðeins eitt nafn.

Engar tilkynningar hafa borist um mannfall eða meiðsli á fólki. Enginn býr í næsta nágrenni fjallsins þar sem því svæði hefur verið lokað fyrir nokkru. En hundruð manna búa rétt utan hins skilgreinda hættusvæðis og er það svæði nú þakið ösku.

Í sumum þorpanna er skyggni innan við fimm metrar. Óttast er að þrýstingur í fjallinu verði til þess að það hrynji.

mbl.is
Klettar - Heilsárshús - 65fm + 35fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 197.000 km...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 6...
Bókalind - antikbókabúð
Við erum antikbókabúð og höfum á boðstólnum fjölbreytta flóru af bókum. Við erum...