Fimmtán konur dæmdar til dauða

Franska konan Melina Bougedir heldur á barni sínu á leið …
Franska konan Melina Bougedir heldur á barni sínu á leið í réttarsal í Írak. AFP

Íraskur glæpadómstóll hefur dæmt fimmtán tyrkneskar konur til dauða fyrir að hafa verið liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams.

Önnur tyrknesk kona sem var sökuð um að hafa gengið til liðs við samtökin hlaut lífstíðardóm.

Allar konurnar höfðu viðurkennt sekt sína.

Fjórar kvennanna, sem voru allar svartklæddar, höfðu ung börn með sér í réttarsalnum.

Konurnar eru á aldrinum 20 til 50 ára. Þær sögðust hafa komið ólöglega til Íraks til að hitta eiginmenn sína sem voru á leið í bardaga í Írak og Sýrlandi fyrir hönd Ríkis íslams.

Ein þeirra sagði dómaranum að hún hefði tekið þátt í bardögum gegn íröskum hermönnum.

Konurnar hafa einn mánuð til að áfrýja dómunum sem þær fengu.

Stutt er síðan íraskur dómstóll dæmdi frönsku konuna Melina Boughedir í sjö mánaða fangelsi fyrir að koma ólöglega til Íraks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert