Mótmæltu við upphaf réttarhalda

Lögregluþjónar reyndu að stöðva konuna.
Lögregluþjónar reyndu að stöðva konuna. AFP

Berbrjósta mótmælandi reyndi að ráðast að Bill Cosby þar sem hann kom í réttarsal í dag. Ný réttarhöld yfir leikaranum hefjast í dag en hann er sakaður um að hafa misnotað Andreu Constand kynferðislega árið 2004.

Fyrri réttarhöld í mál­inu voru ómerkt eft­ir að kviðdóm­end­ur gátu ekki kom­ist að sam­eig­in­legri niður­stöðu.

Mótmælendur létu Cosby heyra það þegar réttarhöld yfir honum hófust …
Mótmælendur létu Cosby heyra það þegar réttarhöld yfir honum hófust aftur í morgun. AFP

Lögregla í borginni Fíla­delfíu leiddi mótmælandann burt en hún hafði skrifað Women's Lives Matter“ á bringu og maga. Auk áðurnefndrar konu voru á annan tug mættir fyrir utan dómsalinn til að sýna Constand stuðning.

Constand sakaði Cosby um að hafa byrlað henni ólyfjan og mis­notað hana árið 2004. Cosby hefur neitað þessum ásökunum og segir að Const­and hafi samþykkt að stunda með honum kynlíf. Hátt í 60 konur hafa sakað Cosby um að hafa brotið gegn sér.

Cosby ásamt lögfræðingi sínum.
Cosby ásamt lögfræðingi sínum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert