Yfir 1600 handteknir í Rússlandi

Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar hrópaði slagorð og var handtekinn skömmu …
Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar hrópaði slagorð og var handtekinn skömmu seinna. AFP

Rússneski stjórnarandstæðingurinn, Alexei Navalny, var handtekinn í dag ásamt yfir 1.600stuðningsmönnum sínum sem mótmæltu því að Vladimir Pútín taki við embætti forseta Rússlands í fjórða sinn á morgun.

Lögreglan er sögð hafa barið mótmælendur með kylfum, dregið þá eftir jörðinni og komið þeim fyrir í lögreglubílum í þeim tilgangi að reyna að leysa upp mómæli fólks sem hafði safnast saman á Pushkin-torgi í Moskvu. Lögreglan beitti einnig táragasi.

Á Pushkin-torgi söfnuðust saman einnig stuðningsmenn Pútíns og lenti hópunum eitthvað saman þegar stuðningsmenn Pútíns reyndu að leysa upp mótmælin.

Skömmu eftir að Navalny mætti og tók til máls við mótmælin var hann handtekinn, en mótmælendur hrópuðu „skömm“ á úkraínsku sem er þekkt slagorð úr mótmælunum sem áttu sér stað í Kænugarði í Úkraínu 2014.

Navalny, sem var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum Rússlands, hafði boðað alla Rússa til mótmæla vítt og breitt um landið undir slagorðinu „Ekki okkar Tsar.“ Var slagorðinu ætlað að vísa til þess að Pútín er sagður hafa aflað sér víðtæk völd.

Mótmæli áttu sér stað í að minnsta kosti 26 brogum í Rússlandi í dag, allt frá austurströnd landsins og Síberíu til Sankti Pétursborgar í vestri. Talið er að um eitt þúsund mótmælendur hafi verið handteknir á landsvísu í Rússlandi í dag, þar af yfir 700 í Moskvu og 230 í Sankti Pétursborg.

Margir mótmælendur voru handteknir í Rússalndi
Margir mótmælendur voru handteknir í Rússalndi AFP
Til stimpinga kom milli stuðningsmanna Pútíns og mótmælenda.
Til stimpinga kom milli stuðningsmanna Pútíns og mótmælenda. AFP
AFP
AFP
Talverður fjöldi tók þátt í Sakti Pétursborg
Talverður fjöldi tók þátt í Sakti Pétursborg AFP






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert