Kim kominn til Singapúr

Óeirðarlögregla fyrir utan St. Regis-hótelið í Singapúr í morgun.
Óeirðarlögregla fyrir utan St. Regis-hótelið í Singapúr í morgun. AFP

Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, kom í morgun til Singapúr en þar mun hann eiga fund með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, síðar í vikunni.

Donald Trump forseti Bandaríkjanna er á leiðinni til Singapúr.
Donald Trump forseti Bandaríkjanna er á leiðinni til Singapúr. AFP

Utanríkisráðherra borgríkisins, Vivian Balakrishnan, greinir frá þessu á Twitter þar sem hann birtir mynd af sér þar sem hann tekur í hönd Kim á Changi-flugvellinum. „Velkominn Kim Jong Un formaður sem kom rétt í þessu til Singapúr.“

mbl.is

Bloggað um fréttina