Fundu dularfulla svarta steinkistu

Kistan er risastór og er talið að hún hafi legið ...
Kistan er risastór og er talið að hún hafi legið óhreyfð í jörðinni í um 2.000 ár. Mynd/Fornmunaráðuneyti Egyptalands

Risastór svört steinkista, sem fannst í Egyptalandi nýverið, hefur vakið mikla furðu fornleifafræðinga. Kistan er 265 sentímetra löng og 165 sentímetra þykk og fannst við byggingaframkvæmdir í borginni Alexandríu. Á svipuðum slóðum fannst einnig höfuð höggvið úr mjólkursteini. Kistan er talin sú stærsta sinnar tegundar sem fundist hefur hingað til.

Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar um málið segir að talið sé að kistan sé um 2.000 ára gömul.

Kistan er úr svörtu graníti og var á um fimm metra dýpi. Talið er að hún hafi ekki verið opnuð síðan hún var sett í jörðina, líklega um árið 35 fyrir Krist.

Það verkefni bíður nú fornleifafræðinga að rannsaka hvað sé ofan í kistunni. Slíkt er vandasamt verk því lítið þarf útaf að bregða svo kistan eða mögulegt innihald hennar skemmist.

Frétt CNN um fundinn. 

mbl.is
Hauststemning í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í okt/nóv. Hlý og kósí hús með heitum potti.. Besti vinur...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...