Íranar ræði framtíð kjarnorkusamkomulags

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin út úr kjarnorkusamkomulagi við ...
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin út úr kjarnorkusamkomulagi við Íran í vor. Forseti Írans, Hassan Rouhani Hass­an Rou­hani, hef­ur for­dæmt viðskiptabann sem Bandaríkjastjórn hefur sett á Íran og sagt það „sál­ræn­an hernað“ sem hafi það að mark­miði að sundra ír­önsku þjóðinni. AFP

Utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian, segir að stjórnvöld í Íran geti ekki forðast að ræða ágreiningsatriði sem tengjast framtíð kjarnorkusamkomulags ríkisins við Kína, Rússland, Frakkland, Bretland og Þýskaland.

Í nýútkominni skýrslu á vegum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, IAEA, kemur fram að stjórnvöld í Íran hafi staðið við samkomulagið sem skrifað var undir árið 2015. Skuldbindingar ríkisins gagnvart samkomulaginu hafa verið í eldlínunni frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin út úr samkomulaginu í maí.

Le Drian segir að ágreiningsatriði séu þrenns konar. Í fyrsta lagi þarf að ræða skuldbindingar Írans eftir að samkomulagið rennur út árið 2025. Í öðru lagi snúa ágreiningsatriðin að flugskeytaframleiðslu íranskra stjórnvalda og í þriðja lagi um útbreiðslu flugskeytanna til nágrannaríkja Írans.

Utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian, segir að stjórnvöld í Íran ...
Utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian, segir að stjórnvöld í Íran geti ekki forðast að ræða ágreiningsatriði sem tengjast framtíð kjarnorkusamkomulags ríkisins við Kína, Rússland, Frakkland, Bretland og Þýskaland. AFP

Frekari refsiaðgerðir fyrirhugaðar

Stjórnvöld í Washington vilja setjast að samningaborðinu með stjórnvöldum í Íran. For­seti Írans til­kynnti fyrr í þessum mánuði að hann væri til­bú­inn að hefja viðræður þegar í stað, en hann hef­ur hingað til ekki tekið und­ir boð Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta um fund. 

Bandarísk stjórnvöld hafa komið á refsiaðgerðum gegn bílaiðnaði í Íran sem og viðskipt­um með gull og aðra málma. Enn frek­ari höft taka svo gildi 5. nóv­em­ber og munu refsiaðgerðirn­ar þar eft­ir einnig taka til hafna Írans, orku-, olíu- og skipaiðnaðar.

mbl.is
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð 259.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept ( kemur eftir cirk...