Ísland fordæmir árásina

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland fordæmir árás Írans á Ísrael sem átti sér stað í gærkvöldi og í nótt. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á X.

„Ísland fordæmir árás Írans á Ísrael. Aldrei hefur verið eins mikilvægt að sýna aðhald til að koma í veg fyrir að ástandið stigmagnist enn frekar, en það er þegar gífurlega alvarlegt á svæðinu,“ segir í færslu Þórdísar Kolbrúnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert