Staðfestir dauðarefsingu yfir 75 manns

Réttað var yfir rúmlega 700 manns. 75 voru dæmdir til …
Réttað var yfir rúmlega 700 manns. 75 voru dæmdir til dauða. AFP

Dómstóll í Egyptalandi hefur staðfest dauðarefsingu 75 manns fyrir þátt þeirra í blóðugum mótmælum sem brutust út þar í landi árið 2013 í kjölfar þess að þáverandi forseta landsins, Mohammed Morsi, var steypt af stóli.

BBC greinir frá.

Rúmlega 700 manns voru dæmdir til refsingar í kjölfar mótmælanna, þar af voru 75 dæmdir til dauða og 47 í lífstíðarfangelsi. Mótmælin kostuðu hundruð mótmælenda og tugi öryggislögreglumanna lífið.

Meðal þeirra dæmdu eru leiðtogar Bræðralags múslima í Egyptalandi, samtaka sem Morsi tilheyrði. Egypsk stjórnvöld flokka nú bræðralagið sem hryðjuverkasamtök.

Þeir sem voru dæmdir voru meðal annars ákærðir fyrir að hvetja til ofbeldis, stofna til ólöglegra mótmæla og morð.

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa fordæmt réttarhöldin. Samtökin telja þau hafa verið „verulega ósanngjörn“ og segja þau hafa verið andstæð stjórnarskrá Egyptalands.

Einn ákærðu bakvið skothelt gler í réttarsalnum í Egyptalandi.
Einn ákærðu bakvið skothelt gler í réttarsalnum í Egyptalandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert