Níunda skotárásin á átta dögum í Kaupmannahöfn

Mynd/Skjáskot af vef DR

Lögreglan í Kaupmannahöfn var kölluð út fyrr í kvöld í Ishøj í úthverfi Kaupmannahafnar vegna skotárásar. Lögreglufulltrúi segir í samtali við DR að tilkynning hafi borist um að skotið hafi verið á fólk, en að enginn hafi orðið fyrir skoti. Skotárásin í kvöld er sú níunda í Kaupmannahöfn á átta dögum.

Lögregla leitar nú að kampavínslituðum bíl í tengslum við skotárásin, en talið er að skotið hafi verið úr bílnum og vitni segja að minnsta kosti tvo hafa verið í honum.

Lög­reglu­stjór­inn í Kaup­manna­höfn, Anne Tønn­es, sagði í samtali við DR fyrr í dag að „ástandið al­var­legt“ en þrír særðust í skotárás á Norður­brú í Kaup­manna­höfn í gær­kvöldi. Hún hvatti íbúa engu að síður til að halda dag­leg­um venj­um sín­um.

Tønn­es sagði lög­reglu vinna út frá þeirri kenn­ingu að skotárás­in teng­dist átök­um á milli glæpa­gengja. „Við telj­um að þetta sé hóp­ur sem hef­ur klofnað í tvennt og sem nú deil­ir inn­byrðis,“ bætti hún við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka