Sjálfsvígsárás á kosningafundi

Afganskar konur ganga yfir götu með fjölda plakata af frambjóðandanum …
Afganskar konur ganga yfir götu með fjölda plakata af frambjóðandanum Ahamd Tamin Jurat. AFP

Að minnsta kosti þrettán fórust í sjálfsvígsárás á kosningafundi í Afganistan. Þetta er fyrsta sjálfsvígsárásin síðan kosningabaráttan hófst síðastliðinn föstudag vegna þingkosninga í landinu.

Yfir 30 manns særðust, sumir lífshættulega, þegar vígamaður sprengdi sjálfan sig upp innan um stuðningsmenn frambjóðandans Abdul Nasir Mohammand í hverfinu Kama í héraðinu Nangarhar.

„Ég heyrði mikla sprengingu,“ sagði Sayed Humayun, sem flutti særðan ættingja sinn á slysadeild. „Ég gat ekkert séð í smá stund. Ég hélt að ég væri orðinn blindur en seinna sá ég lík úti um allt og fólk alblóðugt.“

Ofbeldi hefur verið mikið í aðdraganda þingkosninganna í Afganistan sem fara fram 20. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert