Skotárás í bænahúsi gyðinga

Frá aðgerðum lögreglu í Pittsburgh.
Frá aðgerðum lögreglu í Pittsburgh. Ljósmynd/Twitter

Mikill viðbúnaður var í Pittsburgh í Bandaríkjunum eftir að maður réðst inn í bænahús gyðinga og hóf skotárás. Viðbragðsaðilar komu á vettvang um klukkan tvö að íslenskum tíma.

Talsmaður lögreglunnar í Pittsburgh segist óttast að margir hafi látist í árásinni. Guðsþjónusta var í gangi þegar árásin var gerð.

Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert